Work with Iceland Advice

We are always looking for great individuals to join our team at Iceland Advice. 

Sölu- & Þjónusturáðgjafi – Hlutastarf

Í boði er spennandi staða sem sölu- og þjónusturáðgjafi hjá Iceland Advice. Starfið felur í sér sölu á ferðum og samskipti við ferðamenn sem eru í leit að ævintýrum á Íslandi.

Vinnutími er aðra hverja helgi. Möguleiki á að vinna að hluta heiman frá sér.

Markmið Iceland Advice er að byggja upp skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi sem eftirsótt er að vinna í. Miklir framtíðarmöguleikar fyrir réttan aðila.

Ef þú vilt slást í hópinn með okkur, sendu okkur línu og segðu af hverju.

Helstu verkefni:

  • Sala, þjónusta og samskipti við ferðamenn.
  • Bjóða hvetjandi og faglegar lausnir fyrir ferðamenn í gegnum síma, tölvupóst, netspjalli o.fl.
  • Tryggja að spurningum viðskiptavina sé svarað tafarlaust, fagmannlega og nákvæmlega.
  • Meðhöndla afbókanir og breytingar á ferðum.
  • Umsjón og eftirfylgni á samskiptum.
  • Aðstoða ferðamenn við skipulagningu ferða
  • Spennandi tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Góð enskukunnátta, bæði skrifuð og töluð er skilyrði.
  • Þekking á öðrum tungumálum er kostur.
  • Reynsla á sölu-, þjónustu- eða markaðsstörfum.
  • Hafa brennandi áhuga á Íslandi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og metnaður til að skara fram úr.
  • Stundvísi og sveigjanleiki.
  • Reynsla af Bókun mikill kostur

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn með ferilskrá á netfangið [email protected] ásamt stuttu kynningarbréfi.