Work with Iceland Advice

We are always looking for great individuals to join our team at Iceland Advice. 

Rekstrarstjóri Iceland Advice – Fullt starf

Iceland Advice er ungt fyrirtæki í örum vexti í ferðaþjónustu á Íslandi sem leitar að sínum sjötta liðsmanni. Viðkomandi mun sjá um allan daglegan rekstur fyrirtækisins í samráði við stjórnendur.

Um er að ræða spennandi starf á fjörugum og skemmtilegum vinnustað þar sem framtíðarmöguleikar eru miklir. Við leitum að rokkstjörnu í 100% stöðu.

Markmið Iceland Advice er að byggja upp skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem eftirsótt er að vinna.

Ef þú vilt slást í hópinn með okkur, sendu okkur línu og segðu af hverju.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með fjármálum. (m.a greiðsla og yfirferð reikninga, senda launagögn til bókara o.fl.)
  • Kostnaðargreiningar og áætlanagerðir.
  • Þróa sterk viðskiptasambönd við birgja, samstarfsaðila og stofnanir.
  • Þróun og innleiðing verkferla fyrirtækisins.
  • Regluleg upplýsingagjöf og skýrslugerð til stjórnenda.
  • Ábyrgð og umsjón með tilboðs- og samningagerð.
  • Bera ábyrgð á daglegum rekstri.
  • Stjórna skipulagi og flæði verkefna.
  • Aðstoða stjórnendur við ráðningu og þjálfun nýrra starfsmanna.
  • Hvetja og leiðsegja starfsmönnum fyrirtækisins.
  • Koma með tillögur og lausnir til að bæta ánægju viðskiptavina enn frekar.
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Góð enskukunnátta, bæði skrifuð og töluð er skilyrði.
  • Þekking á DK hugbúnaði er kostur.
  • Góð tækni- og tölvukunnátta.
  • Reynsla af íslenskri ferðaþjónustu er mikill kostur.
  • Reynsla af verkefnastjórnun / stjórnunarstörfum / mannauðsmálum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Geta tekið á móti og veitt uppbyggilega gagnrýni.
  • Jákvæðni, skipulag, sjálfstæði í vinnubrögðum og gott auga fyrir smáatriðum.
  • Frumkvæði og metnaður til að skara fram úr.
  • Stundvísi og sveigjanleiki.
  • Geta tekist á við krefjandi verkefni og unnið vel undir álagi.
  • Hæfni til að forgangsraða verkefnum.
  • Geta skilið egó-ið eftir við útidyrnar.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn á netfangið [email protected] ásamt stuttu kynningarbréfi.